Beina leiđ á efnisyfirlit ţessarar síđu

Steinbítur

Latína: Anarhichas lupusSteinbítur
Enska: Catfish
Danska: Havkat, söulv
Fćreyska: Steinbítur
Norska: Havkatt, kattfisk
Ţýska: Seewolf, Gestreifter Katfisch
Franska: Loup de mer


Lifnađarhćttir

Steinbítur finnst allt í kringum landiđ, en hann er ţó algengastur viđ Vestfirđi. Einnig er talsvert um hann í sunnanverđum Faxaflóa á vorin og sumrin og viđ SA-land á sumrin. Steinbít er einnig ađ finna í öllu N-Atlantshafi, bćđi austan og vestanmegin.


Steinbíturinn lifir á 10-300 metra dýpi og hann kann best viđ sig á leir- eđa sandbotni. Steinbíturinn hrygnir hér viđ land á haustin og snemma vetrar, í október og nóvember. Ađalhrygningastöđvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörđum.


Um hrygningartímann missir hann tennurnar og er tannlaus um tíma og tekur ţá ekki til sín fćđu. Síđan vaxa nýjar tennur og er hann ţá orđinn rýr og sćkir upp á grunnslóđ í leit ađ fćđu, sem er fyrst og fremst alls konar botndýr, einkum skeljar, eins og ađa og kúfiskur, krabbadýr, sniglar, ígulker, en einnig étur steinbíturinn töluvert af öđrum fiski og ţá einkum lođnu.


Steinbíturinn er oftast um 50-80 cm langur en getur orđiđ allt ađ 120 cm. Hann getur orđiđ yfir 20 ára, en vöxtur hans er frekar hćgur.

(Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992).


Skipting steinbítsafla eftir veiđarfćrum 2003Veiđarfćri

Steinbíturinn er ađ langmestu leyti veiddur á línu eđa rúmlega helmingur alls aflans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steinbítsveiđar íslenskra skipa 1999-2003Steinbítsveiđar

Veiđar íslenskra skipa hafa veriđ á bilinu tćp 12 ţúsund tonn í um 15 ţúsund tonn síđan 1995. Á Íslandsmiđum varđ steinbítsaflinn mestur áriđ 1963 eđa 29,5 ţús tonn og af ţví magni veiddu Íslendingar 17,3 ţúsund tonn.

 

 


 

 

 

 

 Steinbítsveiđar íslenskra skipa 1973-2003

 

Steinbítur er vertíđarfiskur eins og má sjá á myndinni hér ađ ofan, langmestur afli kemur ađ landi í mars, apríl og maí, utan ţess tíma koma ađeins nokkur hundruđ kílogrömm ađ landi í hverjum mánuđi. 

Steinbítsafli eftir mánuđum 2001-2003_

Hlutur steinbíts í heildarafla 2003Hlutur steinbíts í heildarafla er ađeins um 1% en verđur um 2% af heildarverđmćtum útfluttra sjávarafurđa.

Hlutur steinbíts í verđmćti 2003

 

Hvađ varđ um steinbítinn 2003Steinbítsafurđir

Rúmlega helming aflans nýtir hefđbundin landvinnsla, rúmlega fjórđungur fer ferskur í flug, og svo fer 13% í gámum á erlendan markađ, vćntanlega fremur heill en slćgđur.

Til innanlandsneyslu eru skráđ 5% af heildarafla eđa um 750 kg af óslćgđum fiski upp úr sjó. Ţetta gera nálćgt 200 kg af rođlausum og beinlausum flökum fyrir alla Íslendinga eđa um um 0,7g á mann.

Steinbítsafurđir voru ađ verđmćtum um 1,3 milljarđar áriđ 2000 og hlutfallslega mest fór til Frakklands og Bretlands. Algengast er ađ pakka steinbítsflökum í svokölluđ 4 x 6kg, ţar sem rođlaus flök eru millilögđ í 6 kg öskjur. Fyrir Frakkland hefur aftur á móti 10 x 2kg veriđ mjög vinsćl pakkning en ţá er flökunum pakkađ á sama hátt og gert er ţegar framleidd eru 5 lb fyrir Bandaríkin.

 Helstu markađslönd steinbítsafurđa 2003

 

 

Nýting í vinnslu

Nýting í vinnslu steinbíts er algeng um 30% fyrir rođlaus og beinlaus flök og ţá er miđađ viđ slćgđan fisk, en ţegar unniđ er međ beinum ţá er oft miđađ viđ 32%.

 

Nćringargildi

Nćring í steinbíti

 

Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 

 

Leit 
 
efnisyfirlit síđunnar

ţetta vefsvćđi byggir á eplica. eplica innranetinnranet - nánari upplýsinga á heimasíđu eplica.